Misjafnar sættir í fjölmiðlamálum 11. apríl 2005 00:01 Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira