Erlent

Bretar haldi sig innandyra

Íbúar Suður- og Miðhéraða Englands eru hvattir til að halda sig innan dyra næstu þrjá dagana og forðast sérstaklega útihlaup og aðrar líkamsæfingar. Ástæðan er gríðarleg loftmengun sem magnast upp í hitabylgjunni sem nú gengur yfir landið. Umhverfisráðuneytið segir um 800 manns hafa látið lífið í Bretlandi vegna loftmengunar í hitabylgjunni sumarið 2003 og hvetur fólk því til að taka aðvörununum alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×