Erlent

Sniglar valda usla í Danmörku

Risasniglar frá Spáni eru að gera garðeigendur í Danmörku brjálaða. Þeir hafa breiðst út um nánast allt landið, og Danir sem eru umhyggjusamir um garða sína geta tínt saman tvö til þrjúhundruð snigla á hverjum einasta morgni. Garðeigendur hafa barist við sniglana með skóflum, sjóðandi vatni, skordýraeitri, salti, bensíni og jafnvel bjór. En það hefur ekkert að segja. Nýjasta von garðeigenda er gamall sænskur andastofn sem nefnist Bláönd. Bláendur geta hesthúsað feiknin öll af sniglum, og í Svíþjóð er hægt að fá þær leigðar til þess að hreinsa til í görðum. Danskir garðeigendur ætla nú að kanna hvort þessar drápsendur geti hjálpað þeim í baráttunni við hina slímugu vágesti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×