Erlent

Heræfingar Rússa og Kínverja

Rússar og Kínverjar hafa tekið höndum saman og æfa heri sína sameiginlega í tilraun sem stendur yfir næstu átta daga. Flug, sjó og landherir ríkjanna æfa nú stíft en í tilkynningu frá yfirvöldum beggja ríkja kemur fram að æfingar þessar séu ekki til að hræða neinn heldur sé tilgangurinn að styrkja samband ríkjanna sem löngum hefur verið ansi stíft. Mun fleiri Kínverjar en Rússar koma þó að æfingunum eða um tíu þúsund en aðeins 1800 Rússar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×