Lögreglustjóri vildi ekki rannsókn 18. ágúst 2005 00:01 Yfirmaður Lundúnalögreglunnar, Ian Blair, reyndi að koma í veg fyrir að óháðri rannsóknarnefnd lögreglu væri falið að rannsaka dauða Brasilíumannsins Jean Charles De Menezes, að því er breska blaðið The Guardian skýrir frá. Blair skrifaði bréf til innanríkisráðuneytisins sama dag og lögreglan skaut Menezes til bana á lestarstöð í Lundúnum og færði rök fyrir því að lögreglan myndi sjálf rannsaka málið. Forsendur hans voru þær að yfirstandandi rannsókn vegna hryðjuverkanna í Lundúnum yrði að hafa forgang yfir utanaðkomandi rannsókn á dauða Menezes. Blair var sagður hafa áhyggjur af því að utanaðkomandi rannsókn myndi eyðileggja móralinn í skotvopnadeild lögreglunnar sem starfaði undir miklu álagi. Síðar sama dag var tekin ákvörðun í ráðuneytinu um að ekki yrði farið að beiðni Blair og óháð rannsókn færi fram samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá Lundúnalögreglunni frá því í fyrradag kemur fram að þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að rannsóknarnefndin kæmi að málinu hafi henni verið haldið frá lestarstöðinni í þrjá daga. Það stangist á við hefðbundnar vinnureglur þar sem gert er ráð fyrir því að rannsóknarnefndin komi á staðinn innan fárra klukkustunda frá því að atvik hefur átt sér stað. Á fréttavef BBC er haft eftir lögmanni fjölskyldu Menezes, Gareth Peirce, eftir fund hennar með rannsóknarnefndinni að málið væri eitt allsherjar klúður. Hún segist hafa lýst áhyggjum sínum yfir því að þrátt fyrir að nefndinni sé skylt samkvæmt lögum að hefja umsvifalaust rannsókn á látinu, hafi hún ekki hafist fyrr en að nokkrum dögum liðnum. "Við vitum ekki hvort það var yfirmaður Lundúnalögreglunnar eða innanríkisráðherra, eða þeir báðir, sem stóðu í vegi fyrir því að rannsóknin gæti hafist," sagði Peirce. Skjölum rannsóknarnefndarinnar hefur verið lekið í fjölmiðla en fyrrum yfirmaður í Lundúnalögreglunni sagði við BBC að að lekinn væri mjög skemmandi fyrir rannsóknina. Þau sýndu aðeins brotabrot af málinu öllu. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Yfirmaður Lundúnalögreglunnar, Ian Blair, reyndi að koma í veg fyrir að óháðri rannsóknarnefnd lögreglu væri falið að rannsaka dauða Brasilíumannsins Jean Charles De Menezes, að því er breska blaðið The Guardian skýrir frá. Blair skrifaði bréf til innanríkisráðuneytisins sama dag og lögreglan skaut Menezes til bana á lestarstöð í Lundúnum og færði rök fyrir því að lögreglan myndi sjálf rannsaka málið. Forsendur hans voru þær að yfirstandandi rannsókn vegna hryðjuverkanna í Lundúnum yrði að hafa forgang yfir utanaðkomandi rannsókn á dauða Menezes. Blair var sagður hafa áhyggjur af því að utanaðkomandi rannsókn myndi eyðileggja móralinn í skotvopnadeild lögreglunnar sem starfaði undir miklu álagi. Síðar sama dag var tekin ákvörðun í ráðuneytinu um að ekki yrði farið að beiðni Blair og óháð rannsókn færi fram samkvæmt lögum. Í yfirlýsingu frá Lundúnalögreglunni frá því í fyrradag kemur fram að þrátt fyrir að ákveðið hafi verið að rannsóknarnefndin kæmi að málinu hafi henni verið haldið frá lestarstöðinni í þrjá daga. Það stangist á við hefðbundnar vinnureglur þar sem gert er ráð fyrir því að rannsóknarnefndin komi á staðinn innan fárra klukkustunda frá því að atvik hefur átt sér stað. Á fréttavef BBC er haft eftir lögmanni fjölskyldu Menezes, Gareth Peirce, eftir fund hennar með rannsóknarnefndinni að málið væri eitt allsherjar klúður. Hún segist hafa lýst áhyggjum sínum yfir því að þrátt fyrir að nefndinni sé skylt samkvæmt lögum að hefja umsvifalaust rannsókn á látinu, hafi hún ekki hafist fyrr en að nokkrum dögum liðnum. "Við vitum ekki hvort það var yfirmaður Lundúnalögreglunnar eða innanríkisráðherra, eða þeir báðir, sem stóðu í vegi fyrir því að rannsóknin gæti hafist," sagði Peirce. Skjölum rannsóknarnefndarinnar hefur verið lekið í fjölmiðla en fyrrum yfirmaður í Lundúnalögreglunni sagði við BBC að að lekinn væri mjög skemmandi fyrir rannsóknina. Þau sýndu aðeins brotabrot af málinu öllu.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira