Innlent

Margir bíða hælis

Rauði krossinn sá áður um að útvega hælisleitendum húsnæði, sá þeim fyrir framfærslu og lágmarks læknisaðstoð samkvæmt samningi við ríkið. Frá því í hittífyrra hefur hinsvegar Reykjanesbær séð um þetta. Hælisleitendur búa nú á gistiheimili þar í bæ og bíða. Síðustu ár hefur hælisleitendum hér á landi fjölgað mikið.  Frá 1990 og fram undir aldamótin voru þeir fáir, innan við tugur á ári, og sum árin enginn. Árin 1998 og 1999 fór þeim hinsvegar að fjölga. Greinileg fjölgun hælisleitenda varð eftir að Schengen-samkomulagið gekk í gildi í mars árið 2001, eða 117. Það vantar aðeins tvo upp á að jafn margir hafi sótt um hæli í ár og sóttu um allt árið í fyrra. Í fyrra komu margir stórir hópar, en í ár hefur bara komið einn hópur, það var í sumar þegar 21 Rúmeni sótti um hæli.  En að baki tölfræðinni um hælisleitendur er fólk. Saga þess er oft sorgleg. Næstu daga munu birtast viðtöl við hælisleitendur í fréttum Stöðvar 2. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×