Innlent

Barátta um rjúpnaveiðisvæði

Dæmi eru um að stöndug fyrirtæki séu farin að bjóða bændum drjúgar greiðslur í leigu fyrir heilu landssvæðin til rjúpnaveiða fyrir starfsmenn og gesti þeirra, gegn því að engin annar fái að veiða þar. Þetta má heita nýlunda, því áður en rjúpnaveiðibannið var sett á, fyrir tveimur árum, voru einugnis dæmi um að fyrirtæki tækju einhverja daga á leigu fyrir sig, en ekki allan veiðitímann, eins og nú eru dæmi um. Erfitt er að fá staðfestingu á upphæðum í þessum viðskiptum, en ljóst er af þeim tölum sem Fréttastofan hefur heyrt, að þær eru í vissum tilvikum dágóður búnhykkur fyrir jarðaeigendur. Veiðitíminn hefst á laugardag eftir tveggja ára veiðibann og vaxandi spennu í röðum rjúpnaveiðimanna. Skotveiðifélag Íslands gerir af því tilefni tilraun til þess að halda aftur af óhóflegri veiðigleði sumra rjúpnaskytta, með byrtingu ýmissa heilræða í heilsíðu auglýsingu í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að mestu máli skipti að rjúpnaveiðimenn gæti hófs við veiðarnar og veiði aðeins fyrir sig og fjölskyldu sína. fjöldi veiddra dýra sé ekki mælikvarði á góðan veiðimann eða vel heppnaðan veiðidag. Veiðitímabilið verður að þessu sinni þremur vikum styttra en það var fyrir bannið og nú verður bannað að ferðast með skotvopn á vélsleðum og fjór- og sexhjólum, sem Skotvís segir að eigi að eigi að draga úr svonefndum græðgisveiðum. Þá verður bannað að selja rjúpur á almennum markaði, í verslunum og á veitingahúsum. >



Fleiri fréttir

Sjá meira


×