Erlent

Talinn hafa myrt 30 ungar stúlkur

Úkraínska lögreglan hefur handtekið Rússa sem grunaður er um að hafa myrt um þrjátíu ungar stúlkur í landinu á síðustu tveimur áratugum. Maðurinn var gripinn í kjölfar morðs á 10 ára stúlku í síðustu viku og játaði á sig fjölda morða við yfirheyrslur. Úkraínskir fjölmiðlar segja manninn hafa flust til bæjar í austurhluta Úkraínu frá Síberíu árið 1982, en frá árinu 1983 hafi fjölmargar stúlkur í héraðinu horfið. Hófst þá leit að svokölluðum Pavlograd-morðingja, kenndum við iðnaðarbæ í héraðinu, en þrátt fyrir að jafnvel miðstjórn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna sálugu hafi látið til sín taka var enginn ákærður í málinu. Maðurinn mun síðar hafa flust til annars héraðs þar sem fleiri stúlkur hafi horfið. Fjöldamorðinginn meinti er þó ekki sá alræmdasti í sögu landsins því Anatolí Onoprienko var árið 1999 sakfelldur fyrir að hafa myrt 52, þar á meðal heilar fjölskyldar, á lestarferð sinni yfir Úkraínu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×