Erlent

Tveir særðir eftir skotárás

Tíu ára ísraelskur drengur særðist alvarlega þegar palestínskur byssumaður skaut á bifreið fyrir utan landnemabyggðir norður af Jerúsalem á Vesturbakkanum í morgun. Þá særði byssumaðurinn einnig einn fullorðinn lítillega í skotárásinni. Spenna hefur magnast síðustu daga á svæðum Ísraela og Palestínumanna þar sem yfirvofandi er brottfluttningur landnema frá Gasasvæðinu og nokkrum byggðum á Vesturbakkanum. Á fimmtudaginn var drap ísraelskur landnemi fjóra araba í strætisvagni í norðurhluta Ísraels og var í kjölfarið barinn til dauða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×