Erlent

Þriggja fórnarlamba leitað

Björgunarmenn leituðu í gær þriggja fórnarlamba flugslyssins á laugardag sem ekki hafa fundist enn. Á meðan voru tildrög flugslyssins rannsökuð og eftirlifendur spurðir út í atburðina. Að sögn þeirra sem lifðu slysið af hætti að heyrast í hreyflum vélarinnar nokkrum sekúndum áður en hún skall á haffletinum og ekki gafst einu sinni tími til að klæðast björgunarvestum. Sextán létust í flugslysinu en 23 lifðu af. Enginn þeirra sem lifðu af er í lífshættulegu ástandi nú.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×