Erlent

Netanyahu segir sig úr ríkisstjórn

Benjamin Netanyahu, fjármálaráðherra Ísraels, sagði sig í dag úr ríkisstjórn Ariels Sharons vegna andstöðu sinnar við fyrirhugaðan brottflutning gyðinga frá landnemabyggðum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Í afsagnarbréfi sínu sagði Netanyahu að hann gæti ekki átt aðild að svo óábyrgri ákvörðun og að hún myndi skaða öryggi Ísraela. Kosið var um það á ríkisstjórnarfundi í dag hvort hefja ætti fyrsta hluta brottflutningsins, sem nær til allra landnemabyggða á Gasa og fjögurra á Vesturbakkanum, og samþykktu 17 ráðherrar það en fimm voru því andvígir. Til stendur að byrja að flytja landnema á brott strax í næstu viku en harðlínumenn úr röðum Ísraela hafa mótmælt því harðlega og er jafnvel óttast að viðkvæmt vopnahlé milli Palestínumanna og Ísraela muni verði rofið vegna spennunnar sem myndast hefur milli fylkinganna,



Fleiri fréttir

Sjá meira


×