Erlent

Réðust gegn uppreisnarmönnum

Hermenn í Afganistan gerðu í gær áhlaup á vígi uppreisnarmanna í fjallahéruðum utan við Kabúl og drápu átta manns og handtóku sextán. Að sögn talsmanns afganska hersins tóku bandarískar herþyrlur þátt í bardögunum sem voru einhverjir þeir mannskæðustu í landinu í marga mánuði. Talsmenn Bandaríkjahers kannast hins vegar ekki við að bandarískar þyrlur hafi verið sendar á staðinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×