Erlent

Andstaða í Frakklandi eykst

Andstæðingum stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi vex enn ásmegin því samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í dag eru 58 prósent andvíg henni. Þetta er mesta andstaða sem mælst hefur gegn stjórnarskránni í landinu, en gengið verður til þjóðaratkvæðagreiðslu 29. maí næstkomandi. Samkvæmt könnuninni, sem gerð var fyrir tímaritið L´Express, hyggjast 42 prósent samþykkja stjórnarskrána en það skal tekið fram að tæpur þriðjungur kjósenda hefur enn ekki teki afstöðu til málsins. Markmið stjórnarskrárinnar er að auðvelda ákvarðanatöku innan sambandsins í kjölfar stækkunar þess, en allar aðildarþjóðirnar 25 þurfa að samþykkja hana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×