Haukar í úrslit 21. apríl 2005 00:01 Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn." Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira
Markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson og línumaðurinn Vignir Svavarsson lögðu grunninn að 29-27 sigri Hauka á Val í undanúrslitum DHL-deildar karla í handbolta í kvöld. Með sigrinum tryggðu Haukar sér sæti í úrslitunum en Valsmenn hafa lokið leik í vetur. "Þeir eru einfaldlega með aðeins betra lið en við, það er svo einfalt. En það var einn maður sem vann þennan leik fyrir Hauka í dag. Sá maður var Birkir Ívar Guðmundsson," sagði Heimir Örn Árnason, fyrirliði Valsmanna, í samtali við Vísi að leik loknum í kvöld. Birkar Ívar, sem varði 6 skot í fyrri hálfleik en 16 í þeim síðari, var öllu hógværari og sagði frammistöðuna í síðari hálfleik vera bættum varnarleik að þakka. "Við töluðum um það í hálfleik að fara að gera það sem við lögðum upp með fyrir leikinn. Þeir voru að fá allt of opinn skot í fyrri hálfleik en við náðum að loka á þau í þeim síðari. Þegar vörnin er góð þá kemur sjálfkrafa með," sagði Birkir Ívar. Fyrri hálfleikur var gríðarlega jafn framan af og skoruðu liðin nánast til skiptis. Heimamenn í Val náðu góðum leikkafla undir lok fyrri hálfleik og í upphafi þess síðari og komust mest í 17-12. Í þeirri stöðu sagði Birkir Ívar hingað og ekki lengra og hreinlega setti í lás. Á 20 mínútum breyttu Haukar stöðunni úr 17-12 í 22-26 og gekk ekkert upp hjá Valsmönnum. Öll stemningin fór sjálfkrafa yfir til Hauka og vissu heimamenn ekki sitt rjúkandi ráð. Þeir náðu reyndar að minnka muninn í eitt mark, 25-26, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir en þá stigu leikmenn Hauka á bensínið að nýju og fóru að lokum með verðskuldaðan sigur af hólmi. "Þegar við spilum vörnina eins og við gerðum í síðari hálfleik í kvöld eru ekki mörg lið sem standast okkur snúning," sagði Birkir Ívar. Hann segir Hauka að sjálfsögðu ætla sér íslandsmeistaratitilinn. "Það var markmiðið í byrjun betur og stendur enn."
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Fleiri fréttir Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið „Fallegt þegar þú setur þér markmið að ná þeim“ „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ „Það er spurning fyrir stjórnina“ Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Napoli á toppinn eftir sigur í toppslag „Framtíðin er björt hérna á Skaganum“ „Förum eitt skref til baka en tökum svo tvö fram á við“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Andri Lucas tryggði Blackburn þrjú stig í endurkomusigri Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle FH - Fram: 3-4 | Þrenna Sigurðar Bjarts dugði skammt Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Mikael kom Djurgården á bragðið í stórsigri Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Leikurinn mikilvægi verður í Akraneshöllinni Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? Messi skoraði tvö eftir að hafa fengið enn einn gullskóinn Sjá meira