Erlent

Létust í rútuslysi í Víetnam

Þrjátíu og einn maður lét lífið þegar rúta ók út af fjallvegi í Kon Tum héraði í Víetnam í dag. Hinir látnu voru allir fyrrverandi hermenn á leið til Ho Chi Minh borgar til að minnast þess að 30 ár eru síðan Víetnamstríðinu lauk. Aðeins tveir úr rútunni lifðu slysið af, annar þeirra rútubílstjórinn. Þess er nú minnst víða um Víetnam að 30 ár eru frá lokum stríðsins og ná hátíðahöldin hámarki 30. apríl í Ho Chi Minh borg, sem áður hét Saigon, en þann dag fyrir 30 árum náðu kommúnistar í Norður-Víetnam borginni á sitt vald.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×