Erlent

Göran Person gefur kost á sér

Göran Persson, forsætisráðherra Svía, ætlar að gefa kost á sér í næstu þingkosningum í Svíþjóð sem verða haldnar árið 2006. Hingað til hafa skilaboðin um framboð hans verið mjög á reiki. Flokkur Perssons, Sósíal Demókratar, hefur verið við stjórn í Svíþjóð í sex af síðustu sjö áratugunum og Person sjálfur verið forsætisráðherra síðan 1996. Búist er við því að atvinnuleysi verði eitt helsta mál kosninganna á næsta ári. Atvinnuleysi í Svíþjóð hefur verið mun meira en menn bjuggust við miðað við þann vöxt sem hefur verið í efnahagslífinu. Búist var við því að atvinnuleysi yrði 3% í nýliðnum september mánuði en það náði hins vegar 5,4%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×