Erlent

Herði aðgerðir gegn hryðjuverkum

Innanríkisráðherra Breta, Charles Clarke, tekur á móti 50 dómsmála- og innanríkisráðherrum Evrópusambandsríkjanna á fundi sem hefst í dag, þar sem ætlunin er að ræða hvernig gengur að innleiða hertar aðgerðir gegn hryðjuverkum í löndunum. Ríkin 25 hétu því að efla hryðjuverkavarnir í kjölfar árásarinnar á London í júlí. Clarke hélt ræðu á Evrópuþinginu í Strassburg í Frakklandi þar sem hann hvatti til þess að lög gegn glæpum og hryðjuverkum yrðu hert. Hann mæltist til þess að samráð milli njósnastofnana yrði aukið og að lönd myndu auðvelda aðgang sín á milli að gögnum um símtöl og tölvupóst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×