Erlent

Hóta heilögu stríði

300 múslímaklkerkar í Afganistan hafa hótað heilögu stríði gegn Bandaríkjunum ef þau framselji ekki þrjá hermenn sem eru sagðir hafa vanvirt hina helgu bók þeirra Kóraninn við yfirheyrslur í Guantanamo-flóa á Kúbu. Bandaríkjamönnum er gefinn þriggja daga frestur til að verða við þessari kröfu. Tímaritið Newsweek greindi frá því að við yfirheyrslur á föngum í Guantanamo-herstöðinni hefði Kóraninum verið sturtað niður um salerni. Sextán Afganar létu lífið og yfir eitthundrað slösuðust í óeirðum vegna þessara tíðinda í síðustu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×