Erlent

Hvetur Úsbeka til samvinnu

Jack Straw, utanríkisráðherra Bretlands, hvatti úsbesk stjónvöld í dag til þess að hleypa starfsmönnum Alþjóða Rauða krossins og erlendum eftirlitsmönnum inn í landið vegna frétta af því að hundruð mótmælenda hafi verið drepin í mótmælum í borginni Andijan á föstudag. Þúsundir mótmæltu fangelsun 23 kaupsýslumanna, sem sakaðir hafa verið um að styðja uppreisnarmenn í landinu, þegar úsbeski herinn tók að skjóta á mannfjöldann til þess að hafa hemil á honum. Ekki ljóst hversu margir féllu en nefndar hafa verið tölur á bilinu 50-500. Straw sagði að sendiherra Breta á svæðinu myndi ræða við úsbesk yfirvöld og ítreka kröfu Breta um að skýrt verði frá ástandi mála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×