Innlent

Norski hrefnukvótinn aukinn

Norski hrefnukvótinn fyrir næsta ár telur eitt þúsund fimmtíu og tvö dýr sem er aukning um tvöhundruð og fimmtíu dýr. Norski sjávarútvegsráðherrann, Helga Pedersen, segir þetta vera í samræmi við vilja Stórþingsins og að með aukningunni sé hrefnustofninum haldið innan vistfræðilegra marka og í raun sé hún íhaldssöm miðað við það sem vísindamenn telja að óhætt sé að veiða. Norðmenn hafa fengið leyfi fyrir því að veiða meira af hrefnu við Jan Mayen en það svæði er undir stjórn Alþjóða hvalveiðiráðsins. Normenn eru eina þjóðin í heiminum sem stundar hvalveiðar í ábataskyni en Íslendingar og Japanir veiða aðeins í vísindaskyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×