Sport

Super Aguri væntanlega með 2006

Super Aguri stefnir á að verða ellefta liðið í Formúlu 1 á næsta ári
Super Aguri stefnir á að verða ellefta liðið í Formúlu 1 á næsta ári NordicPhotos/GettyImages
Japanska keppnisliðið Super Aguri verður væntanlega ellefta liðið í keppnum næsta árs í Formúlu 1, eftir að samþykki fékkst frá öllum tíu liðunum í mótinu fyrir þáttöku nýja liðsins. Liðið mun keppa með vélar frá Honda, en það á nú aðeins eftir að hljóta samþykki FIA til að verða með á næsta ári, en hingað til hefur ekki gengið nógu vel að ganga frá fjárhagshliðinni á málinu enda ekkert ódýrt í Formúlu 1.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×