Sport

20 ára afmæli aflrauna á Íslandi

Goðsagnarinnar Jóns Páls verður minnst sérstaklega í veislunni á Kaffi Reykjavík annað kvöld
Goðsagnarinnar Jóns Páls verður minnst sérstaklega í veislunni á Kaffi Reykjavík annað kvöld

Annað kvöld verður mikið um dýrðir á Kaffi Reykjavík, þar sem múgur og margmenni verður saman komið til að fagna 20 ára afmæli aflrauna á Íslandi. Ríkulegur matseðill verður á boðstólnum og þegar hefur fjöldi manns boðað komu sína á þennan skemmtilega viðburð, þar sem meðal annars verða sýndar svipmyndir úr heimildarmynd Hjalta Árnasonar um Jón Pál Sigmarsson heitinn.

Það kostar aðeins 3000 krónur inn á herlegheitin og matseðillinn er að sjálfssögðu mjög ríkulegur, enda ekki annað við hæfi þar sem kraftamenn eru saman komnir. Dagskráin hefst klukkan 20 og yfir borðhaldi verða sýndar gamlar myndir úr sögu aflrauna á Íslandi þessi 20 ár, en Íslendingar hafa sem kunnugt er náð að marka spor sín vel í keppnunum um sterkasta mann heims svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×