Sport

Stjarnan í undanúrslit

MYND/Anton Brink

Stjarnan komst í kvöld í undanúrslit SS-bikarkeppninnar í handbolta þegar liðið lagði Þór á Akureyri, 28-30. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi en Stjarnan leiddi með einu marki í leikhléi, 16-17.

Tite Kalandadze lék best fyrir Stjörnuna og skoraði 7 mörk en Kristján Kristjánsson kom næstur með 6 mörk sem og David Kekelia. Björn Friðriksson skoraði 5 mörk og Arnar Theodórsson bætti við fjórum.

Aigars Lazdins var allt í öllu hjá Þór og skoraði 12 mörk. Arnór Þór Gunnarsson skoraði 7 og Rúnar Sigtryggson var með 5 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×