Sport

Hopkins ætlar að ganga frá Taylor

Hopkins var vígalegur á svipinn þegar hann var vigtaður fyrir bardagann við Taylor, en til vinstri á myndinni má sjá Oscar de la Hoya.
Hopkins var vígalegur á svipinn þegar hann var vigtaður fyrir bardagann við Taylor, en til vinstri á myndinni má sjá Oscar de la Hoya. NordicPhotos/GettyImages

"Böðullinn" Bernard Hopkins ætlar að setja á svið sýningu í kvöld þegar hann mætir Jermain Taylor öðru sinni í bardaga þar sem krýndur verður óumdeilanlegur konungur millivigtarinnar í hnefaleikum. Hopkins, sem hafði ekki tapað á ferlinum fyrr en hann tapaði fyrir Taylor, sagði að sigur mótherja síns hafi verið rán um hábjartan dag og ætlar að sýna það og sanna í kvöld að hann sé sá besti.

Bardagi þeirra Taylor og Hopkins verður í beinni útsendingu á Sýn í nótt klukkan 2 eftir miðnætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×