McGrady sneri aftur og færði Houston sigur 30. nóvember 2005 14:00 Tracy McGrady er liði Houston greinilega óendanlega mikilvægur, því liðið hefur ekki unnið leik án hans í vetur NordicPhotos/GettyImages Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Sjá meira
Átta leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Tracy McGrady sneri aftur með liði Houston Rockets, sem hafði tapað sjö leikjum í röð og það var ekki að sökum að spyrja, liðið vann stórsigur á Atlanta Hawks. Houston sigraði Atlanta 100-85. Tracy McGrady var stigahæstur hjá Houston með 25 stig eins og Yao Ming, en Joe Johnson skoraði 17 fyrir Atlanta. Philadelphia burstaði Portland 107-83. Allen Iverson skoraði 38 stig fyrir Philadelphia en Zach Randolph var með 25 stig og 9 fráköst hjá Portland. Milwaukee sigraði Dallas naumlega 113-111 í framlengingu, þar sem nýliðinn Andrew Bogut var hetja Milwaukee og varði skot frá sjóðheitum Jason Terry í blálokin sem hefði jafnað leikinn. Terry fór á kostum hjá Dallas og skoraði 37 stig og bætti fyrir skelfilega frammistöðu Dirk Nowitzki sem hitti aðeins úr 5 af 22 skotum sínum. Bobby Simmons var stigahæstur hjá Milwaukee með 26 stig. TJ Ford skoraði 24 stig fyrir Milwaukee, sem er það besta hjá honum á ferlinum og nýliðinn Bogut átti einnig metleik með 19 stigum og 14 fráköstum. Leikurinn var hin besta skemmtun og var í beinni útsendingu á NBA TV. Milwaukee var án Michael Redd sem er meiddur. Los Angeles Clippers sigraði Minnesota 93-84, þar sem Sam Cassell spilaði veikur gegn sínum gömlu félögum í Minnesota og tryggði Clippers sigurinn í lokin með tveimur mikilvægum körfum eftir að Minnesota hafði gert mikið áhlaup í lokin. Corey Maggette skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Kevin Garnett skoraði 29 stig fyrir Minnesota. Chicago sigraði Orlando á heimavelli 85-76. Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og Kirk Hinrich jafnaði persónulegt met sitt með 14 stoðsendingum. Heido Turkoglu skoraði 20 stig fyrir Orlando. San Antonio sigraði LA Lakers 90-84. San Antonio virtist vera búið að gera út um leikinn í fyrri hálfleiknum, en hleypti Lakers aftur inn í leikinn í lokin. Manu Ginobili skoraði 18 af 22 stigum sínum í síðari hálfleiknum, en Lamar Odom skoraði 27 stig og hirti 16 fráköst fyrir Lakers. Kobe Bryant hitti aðeins úr 9 af 33 skotum sínum í leiknum. Indiana niðurlægði Utah Jazz á þeirra eigin heimavelli og sigraði 84-60. Þetta var lægsta stigaskor Utah Jazz á heimavelli í sögu félagsins og liðið virðist gjörsamlega heillum horfið í Delta Center, sem í tíð Stockton og Malone var óvinnandi vígi. Þetta var sjötti sigur Indiana á Utah í röð. Jermaine O´Neal var óstöðvandi hjá Indiana og skoraði 21 stig og hirti 15 fráköst, en nýliðinn Deron Williams var eini maðurinn sem skoraði yfir 10 stig hjá Utah og endaði með 14 stig. Að lokum burstaði Sacramento lið Charlotte 110-92. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Kareem Rush skoraði 15 stig fyrir Charlotte.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Kenna rafveitustöð um meiðslamartröð liðsins Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Dagskráin: Doc Zone og enska úrvalsdeildin í aðalhlutverki Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Sjá meira