Innlent

Stórflótti úr sjómannastéttinni hafinn

MYND/Hari

Umræður á nýafstöðnu þingi Farmanna og fiskimannasambandsins voru nær eingöngu lagðar undir það alvarlega ástand sem ríkir í sjávarútvegi. Stærsta dýfan í sjávarútvegi til þess segir endurkjörinn forseti sambands Farmanna og fiskimanna.

Þingið er haldið annað hvert ár og svo virðist sem hið alvarlega ástand sem nú ríkir bæði í stjórnun fiskveið og háu gengi krónunnar hafi stjórnað umræðum þingsins að þessu sinni. Skipstjórnarmenn sjá greinilegan flótta úr stéttinni og telja að ástandið eigi eftir að versna. Hátt gengi krónunnar og lágt fiskverð hafa rýrt laun sjómanna um allt að fjórðung síðustu misseri. Árni segir að framboð af vinnu í landi leiði til þess að æ fleiri sjómenn kjósa að hætta í sjómennsku. Mikill flótti úr stéttinni er því fyrirsjáanlegur á næstu misserum.

Skiptar skoðanir eru meðal sjómanna um fiskveiðistjórnunarkerfið. Sumir vilja sóknarmark og aðrir aflamark og einnig benda þeir á að kerfið hafi ekki sannað sig sem fiskverndarkerfi eins og til stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×