Sport

Hart tekist á á Selfossi á morgun

Egill Gilzenegger ætlar að reyna sig meðal þeirra bestu á Selfossi á morgun
Egill Gilzenegger ætlar að reyna sig meðal þeirra bestu á Selfossi á morgun Mynd/Heiða

Það verður metþáttaka í Íslandsmótinu í réttstöðulyftu sem fram fer í Fjölbrautarskóla Suðurlands á Selfossi klukkan 14:00 á morgun, en þar mæta til leiks sannkallaðar stórstjörnur í bransanum, ungir sem og lengra komnir.

Hvorki fleiri né færri en 25 keppendur hafa þegar skráð sig til leiks, þar af tvær konur og búast má við harðri keppni í flestum flokkum. Á meðal þekktra nafna sem keppa á morgun verða Jón "Bóndi" Gunnarsson, Kári "Köttur" Elíson, Stefán Sölvi, Guðmundur Otri, Georg Ögmundsson og síðast en ekki síst Egill "Gilzenegger," sem vakið hefur mikla athygli með því að skrá sig til leiks í keppninni en á ekki von á því að mæta neinum viðvaningum í 90 kg flokknum og forvitnilegt verður að sjá hvernig honum tekst til meðal þeirra bestu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×