Innlent

Fimm hafsvæði friðuð fyrir veiðum

Fimm hafsvæði fyrir Suðurlandi verða friðuð fyrir öllum veiðum nema uppsjávarveiðum í hringnót og flottroll. Sjávarútvegsráðherra tilkynnti um þessa ákvörðun á þingi Farmanna og fiskimannasambandsins í dag. Svæðin sem um ræðir eru alls 80 ferkílómetrar að stærð og eru í Reynisdjúpi, Skaftárdjúpi og Hornafjarðardjúpi. Tilgangur friðunarinnar er að vernda kóralsvæði sem eru að finna á þessum slóðum. Grunnur var lagður að friðunartillögunum hjá nefnd um friðun viðkvæmra hafsvæða en útgerðar og skipstjórnarmenn komu með breytingartillögur sem stækkuðu friðunarsvæðin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×