Besta byrjun Clippers í sögunni 21. nóvember 2005 14:45 Sam Cassell er lykilmaðurinn á bak við stórbætta spilamennsku Clippers-liðsins í vetur. NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Sjá meira