Besta byrjun Clippers í sögunni 21. nóvember 2005 14:45 Sam Cassell er lykilmaðurinn á bak við stórbætta spilamennsku Clippers-liðsins í vetur. NordicPhotos/GettyImages Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira
Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og þar bar hæst að Los Angeles Clippers lagði Golden State og hefur því unnið átta af fyrstu tíu fyrstu leikjum sínum, sem er besta byrjun í sögu félagsins. LA Clippers lagði Golden State 113-101. Elton Brand skoraði 32 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers, en Baron Davis skoraði 21 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Golden State. New York vann sinn fyrsta heimasigur þegar liðið lagði Portland 103-92. Stephon Marbury skoraði 27 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York, en Sebaistian Telfair skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar fyrir Portland. Toronto vann sinn fyrsta sigur á leiktíðinni þegar liðið skellti Miami 107-94. Miami var fjórum stigum yfir þegar aðeins sex mínútur voru eftir af leiknum, en frábær lokakafli Kanadaliðsins tryggði því fyrsta sigurinn á tímabilinu. Chris Bosh skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst fyrir Toronto, en Dwayne Wade var allt í öllu hjá Miami og skoraði 33 stig, hirti 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Indiana lagði Houston 85-74. Ron Artest skoraði 24 stig fyrir Indiana, en Yao Ming skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Houston, sem hefur ekki unnið leik á Tracy McGrady í vetur, en hann á við bakmeiðsli að stríða. Denver lagði Memphis 99-83. Marcus Camby skoraði 21 stig og hirti 21 frákast fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst. Hjá Memphis var Pau Gasol atkvæðamestur með 24 stig og 13 fráköst. Seattle vann góðan sigur á Sacramento 106-104. Ray Allen skoraði 28 stig fyrir Seattle, en Mike Bibby og Peja Stojakovic skoruðu 25 hvor fyrir Sacramento. Sacramento hafði yfirburði í fyrri hálfleiknum, þar sem Stojakovic skoraði öll 25 stig sín og hitti 9 af 10 skotum sínum og þar af 6 af 7 þriggja stiga skotum, en eins og oft áður, hvarf hann í síðari hálfleik og Sacramento tapaði. Loks vann Chicago góðan útisigur á Los Angeles Lakers 96-93. Chris Duhon skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Chicago og Mike Sweetney skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst, en Kobe Bryant skoraði 43 stig fyrir Lakers, sem er það mesta sem einn maður hefur skorað í leik í vetur.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Frakkar fóru létt með Belgana Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice Sjá meira