Sport

KR í úrslitin

KR-ingar lögðu Fjölni 87-80 í fyrri undanúrslitaleik Powerade-bikarsins í körfubolta í Laugardalshöllinni í kvöld og spila því til úrslita á morgun. Seinni leikurinn er viðureign Keflavíkur og Njarðvíkur, en sá leikur hefst nú klukkan 20:30.

Omari Westley var stigahæstur í liði KR í kvöld með 32 stig og 12 fráköst og Fannar Ólafsson skoraði 15 stig og 7 fráköst.

Fred Hooks var atkvæðamestur í liði Fjölnis með 33 stig, en Nemanja Sovic skoraði 20 stig og hirti 7 fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×