Erlent

Þaulskipulagt rán framið í Svíþjóð

Grímuklæddir ræningjar, vopnaðir sjálfvirkum byssum og sprengiefni, réðust á peningaflutningabíl norður af Gautaborg í Svíþjóð rétt fyrir klukkan átta í morgun að íslenskum tíma. Að sögn vitna hvarf önnur hlið bílsins við sprenginguna og peningaseðlar lágu um alla götu. Tveir öryggisverðir særðust í árásinni og voru fluttir á sjúkrahús en ekki er enn vitað hversu alvarlegt það er. Ræningjarnir höfðu sett upp naglamottur á nokkrum stöðum til að hindra aðkomu lögreglu. Greinilegt er að um þaulskipulagt rán er að ræða. Vitni segja tvo menn hafa ekið af vettvangi í grænleitri Volvo-bifreið og stendur nú yfir víðtæk leit sænsku lögreglunnar að mönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×