ASÍ vill ekki lækka tekjuskatt 20. október 2005 00:01 „Verðbólga hefur verið mun meiri en kjarasamningar gera ráð fyrir. Við höfum sent frá okkur varnaðarorð með reglulegu millibili. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við með neinu útspili en vísar í skattalækkanir sem stjórnarflokkarnir boðuðu fyrir síðustu kosningar," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í ræðu á ársfundi sambandsins sem hófst í gær. Grétar segir það nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að hreyfingin hafi haft rétt fyrir sér þegar hún varaði við því að forsendur fyrir núverandi kjarasamningum gætu brostið. Hann segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar ekki vera vel tímasettar. „Við höfum bent á að þó við séum fylgjandi skattalækkunum, einkum ef þeim er beitt til tekjujöfnunar og ef þær eru ekki fjármagnaðar með niðurskurði í velferðarkerfinu, þá séu þessar skattalækkanir ekki vel tímasettar. Það er ljóst í mínum huga að ef við eigum að vinna okkur út úr þeirri stöðu sem efnahagsmálin eru sannarlega komin í verður ríkisstjórnin að koma að lausninni með afdráttarlausum hætti," segir Grétar. Fulltrúar verkalýðsfélaga áttu fund með forsætisráðherra í vikunni. Grétar segir að áhersla hafi verið lögð á að ekki kæmi til uppsagna samninga. Hann segir að bæði stjórnvöld og atvinnurekendur þurfi að spila einhverju bitastæðu út svo það megi verða. Misnotkun á erlendu vinnuafli var einnig gagnrýnd. Í inngangi að skýrslu forseta Alþýðusambandsins segir Grétar að stjórnvöld bregðist ekki við aðstæðum. „Það vantar tilfinnanlega að sett séu lög um starfsemi svokallaðra starfsmannaleiga. Eftir þessu hefur verkalýðshreyfingin ítrekað kallað, en félagsmálaráðherra og stjórnvöld ekki brugðist við með nauðsynlegri snerpu." Forseti sambandsins fagnaði 65 ára afmæli sínu við setningu fundarins og var honum færð gjöf af þessu tilefni. „Það jaðrar við að maður sé klökkur jafnvel þó þetta sé ekkert sérstakt afmæli," sagði Grétar. Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
„Verðbólga hefur verið mun meiri en kjarasamningar gera ráð fyrir. Við höfum sent frá okkur varnaðarorð með reglulegu millibili. Ríkisstjórnin hefur ekki brugðist við með neinu útspili en vísar í skattalækkanir sem stjórnarflokkarnir boðuðu fyrir síðustu kosningar," sagði Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í ræðu á ársfundi sambandsins sem hófst í gær. Grétar segir það nú liggja fyrir með óyggjandi hætti að hreyfingin hafi haft rétt fyrir sér þegar hún varaði við því að forsendur fyrir núverandi kjarasamningum gætu brostið. Hann segir skattalækkanir ríkisstjórnarinnar ekki vera vel tímasettar. „Við höfum bent á að þó við séum fylgjandi skattalækkunum, einkum ef þeim er beitt til tekjujöfnunar og ef þær eru ekki fjármagnaðar með niðurskurði í velferðarkerfinu, þá séu þessar skattalækkanir ekki vel tímasettar. Það er ljóst í mínum huga að ef við eigum að vinna okkur út úr þeirri stöðu sem efnahagsmálin eru sannarlega komin í verður ríkisstjórnin að koma að lausninni með afdráttarlausum hætti," segir Grétar. Fulltrúar verkalýðsfélaga áttu fund með forsætisráðherra í vikunni. Grétar segir að áhersla hafi verið lögð á að ekki kæmi til uppsagna samninga. Hann segir að bæði stjórnvöld og atvinnurekendur þurfi að spila einhverju bitastæðu út svo það megi verða. Misnotkun á erlendu vinnuafli var einnig gagnrýnd. Í inngangi að skýrslu forseta Alþýðusambandsins segir Grétar að stjórnvöld bregðist ekki við aðstæðum. „Það vantar tilfinnanlega að sett séu lög um starfsemi svokallaðra starfsmannaleiga. Eftir þessu hefur verkalýðshreyfingin ítrekað kallað, en félagsmálaráðherra og stjórnvöld ekki brugðist við með nauðsynlegri snerpu." Forseti sambandsins fagnaði 65 ára afmæli sínu við setningu fundarins og var honum færð gjöf af þessu tilefni. „Það jaðrar við að maður sé klökkur jafnvel þó þetta sé ekkert sérstakt afmæli," sagði Grétar.
Fréttir Innlent Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira