Innlent

Þorgerður fékk 62,3% atkvæða

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var rétt í þessu kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún fékk 728 atkvæði eða 62,3% greiddra atkvæða en mótframbjóðandi hennar, Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, hlaut 424 atkvæði eða 36,3% greiddra atkvæða. Tíu aðrir sjálfstæðismenn fengu samtals 16 atkvæði. Þorgerður Katrín og Geir Hilmar Haarde mynda því nýja forystu Sjálfstæðisflokksins, en fyrr í dag var Geir kjörinn formaður flokksins með 94,3% atkvæða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×