Vatnselgur í Höfn í Hornafirði 15. október 2005 00:01 Gríðarlegur vatnselgur lék um miðbæ Hafnar í Hornafirði og næstur götur í gær og ófært gangandi vegfarendum. Látlaus rigning var á Höfn og nágrenni frá morgni föstudags og fram undir kvöld í gær. Sólarhringsúrkoma á Akurnesi mældist 149 millimetrar. Slökkvilið og lögregla unnu hörðum höndum að því að dæla burtu vatni og bjóst lögregla við að sú vinna myndi standa langt fram á nótt. Sjávarhæð var mikil í höfninni í gær og versnaði ástandið í bænum eftir háflóðið sem var upp úr klukkan fjögur. Helgi Már Pálsson bæjarverkfræðingur sagði þrjá dælubíla og tvær stórar rafmagnsdælur hafa verið notuð til verksins og komu á annan tug manna að starfinu. „Það flæddi inn í tíu til fimmtán hús en okkur tókst að halda þessu í horfinu,“ segir Helgi Már. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð talsvert um skemmdir í kjöllurum. Til marks um vatnshæðina þar sem hún var mest utanhúss má nefna að vatnið náði fullvöxnum karlmanni upp að nafla. Lukka Magnúsdóttir hefur búið á Höfn síðan 1942 og man ekki annað eins. „Sonur minn sótti mig áðan til að sýna mér þetta og það var nú bara skemmtilegt. Börnin voru öll komin út að busla í vatninu.“ Margir nýttu sér tækifærið til að bregða á leik. Sumir gripu sér ár í hönd og reru um bæinn. Börn busluðu í pollum og spurnir bárust af jeppamönnum sem létu reyna á tryllitækin. Skemmtisýningin Rokk í fimmtíu ár var frumsýnd á Hótel Höfn í gær en að henni stendur Hornfiska skemmtifélagið. Aðstandendur og gestir létu ekki vatsnelginn á sig fá og ætluðu að skemmta sér fram á rauða nótt. Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Gríðarlegur vatnselgur lék um miðbæ Hafnar í Hornafirði og næstur götur í gær og ófært gangandi vegfarendum. Látlaus rigning var á Höfn og nágrenni frá morgni föstudags og fram undir kvöld í gær. Sólarhringsúrkoma á Akurnesi mældist 149 millimetrar. Slökkvilið og lögregla unnu hörðum höndum að því að dæla burtu vatni og bjóst lögregla við að sú vinna myndi standa langt fram á nótt. Sjávarhæð var mikil í höfninni í gær og versnaði ástandið í bænum eftir háflóðið sem var upp úr klukkan fjögur. Helgi Már Pálsson bæjarverkfræðingur sagði þrjá dælubíla og tvær stórar rafmagnsdælur hafa verið notuð til verksins og komu á annan tug manna að starfinu. „Það flæddi inn í tíu til fimmtán hús en okkur tókst að halda þessu í horfinu,“ segir Helgi Már. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu varð talsvert um skemmdir í kjöllurum. Til marks um vatnshæðina þar sem hún var mest utanhúss má nefna að vatnið náði fullvöxnum karlmanni upp að nafla. Lukka Magnúsdóttir hefur búið á Höfn síðan 1942 og man ekki annað eins. „Sonur minn sótti mig áðan til að sýna mér þetta og það var nú bara skemmtilegt. Börnin voru öll komin út að busla í vatninu.“ Margir nýttu sér tækifærið til að bregða á leik. Sumir gripu sér ár í hönd og reru um bæinn. Börn busluðu í pollum og spurnir bárust af jeppamönnum sem létu reyna á tryllitækin. Skemmtisýningin Rokk í fimmtíu ár var frumsýnd á Hótel Höfn í gær en að henni stendur Hornfiska skemmtifélagið. Aðstandendur og gestir létu ekki vatsnelginn á sig fá og ætluðu að skemmta sér fram á rauða nótt.
Fréttir Innlent Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaður RÚV vill meina Ísrael þátttöku í Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira