Hefur öðlast trú á mannkynið á ný 14. október 2005 00:01 „Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera." Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira