Hefur öðlast trú á mannkynið á ný 14. október 2005 00:01 „Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera." Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira
„Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Sjá meira