Hefur öðlast trú á mannkynið á ný 14. október 2005 00:01 „Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera." Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
„Viðbrögðin hafa verið stórkostleg og ég er búin að öðlast trú á mannkynið upp á nýtt." Þetta segir Thelma Ásdísardóttir, unga konan sem lagt hefur allt undir í baráttunni gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Nú er liðin vika, og einn dagur til, síðan bók Gerðar Kristnýjar, Myndin af pabba - Saga Thelmu, sem fjallar um ömurlega æsku fimm systra, kom út. „Síminn hefur ekki stoppað og tölvupósthólfið hefur verið fullt frá því að umræðan fór af stað," segir Thelma. „Það virðist vera einhver vakning í gangi og fólk er orðið mjög meðvitað. Þetta hefur farið fram úr mínum björtustu vonum. Ég sagði sögu mína í þeirri von að kannski yrði hún til þess að þoka einhverju fram um smáskref og að hún myndi hvetja fólk til að vera meðvitaðra um börn í vandræðum í kringum sig. En mig óraði ekki fyrir þessari bylgju sem hefur riðið yfir. Þetta er í einu orði sagt æðislegt." Thelma segist hafa fundið afar vel undanfarna daga að fólki standi ekki á sama þegar kemur að kynferðisofbeldi gegn börnum. Allir séu ásáttir um að gera eitthvað gott og jákvætt til að leggja þeim lið. „Það er svo mikilvægt að fólk sé vakandi fyrir þeim börnum sem eru í vandræðum í umhverfi þess og sé ekki óttaslegið við að tilkynna um þau,"segir Thelma. „Það á alltaf að leyfa börnunum að njóta vafans og tilkynna ef minnsti grunur er fyrir hendi. Það er ekki til í dæminu að það fari af stað einhverjar nornaveiðar vegna einnar tilkynningar sem ekki reynist á rökum reist. Það gerist ekki. Það eru ennþá börn þarna úti sem eru í hörkuvandræðum. Hvað ætlum við að gera til að hjálpa þeim? Mig langar ekki að fara út í að benda á fólk úr fortíðinni eða að skamma einhvern. Það er ekki tilgangur minn. Hann er að fólk sé og verði meðvitað og vakandi." Spurð um hvort erfitt hafi verið að ræða atburði eigin æsku á opinskáan hátt í fjölmiðlum segir Thelma að hamingjan yfir viðbrögðum fólks hafi verið öðrum tilfinningum yfirsterkari. Þá hafi hún undirbúið sig vel fyrir umræðuna enda eigi hún gott bakland hjá Stígamótum. „Ég vil koma á framfæri kæru þakklæti til allra sem hafa haft samband við mig," segir Thelma. „Það hefur verið ofsalega gefandi og veitir mér mikinn styrk til að halda áfram að trúa á það sem ég er að gera."
Fréttir Innlent Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira