Innlent

Sýna til styrktar MND félaginu

Borgarleikhúsið hefur ákveðið að gefa ágóða einnar sýningar af Sölku Völku til MND-félagsins, en það er félag fólks með hreyfitaugahrörnun. Leikstjóri verksins, Edda Heiðrún Bachman, er sem kunnugt er haldin MND hrörnunarsjúkdómnum . Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins, segir gjöf Borgarleikhússins einstaklega höfðinglega. „Þetta er sýnt á stóra sviðinu og því ágætis styrkur ef húsfyllir næst,“ segir hann, en salurinn tekur um 530 manns í sæti. „Í svona litlu félagi skiptir slíkt framlag sköpum fyrir alla starfsemi, hvort heldur sem það er útgáfa eða fræðsla. Þetta er í alla staði frábært,“ segir Guðjón. Styrktarsýningin verður haldin miðvikudaginn 19. október, en miðaverð er 3.000 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×