Fimmtán tillögur af sextán felldar 9. október 2005 00:01 Ef tekið er mið af landinu öllu voru 56 prósent kjósenda andvíg sameningu og fjörtíu og fjögur prósent voru fylgjandi. Niðurstaðan er í rauninni ekki flókin; Sameining var felld um allt land - nema hér - á Mið-Austurlandi, þar sem íbúar Austurbyggðar, Fjarðarbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps samþykktu sameiningu. Samkvæmt þessum niðurstöðum eru það 57 sveitarfélög sem sameinast ekki, af 61. Á kjörskrá voru tæplega 70 þúsund manns og nýttu liðlega 22 þúsund manns atkvæðisrétt sinn sem þýðir að kjörsókn var 32 prósent. Félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði. "Okkar hlutverk var að bera þessar tillögur fram og kynna málið í samvinnu við sveitarstjórnarmenn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Að því hafa komið fulltrúar flestra flokka, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. Ég vil ekki segja að þetta séu vonbrigði, í sumum tilfellum kemur niðurstaðan á óvart en þetta er hins vegar vilji þeirra sem þátt tóku og við að sjálfsögðu unum við það." Í stóru sveitarfélögunum var niðurstaðan afgerandi. Akureyringar felldu stórsameiningu Eyjafjarðarsvæðisins og vekur það nokkra athygli. Það voru aðeins íbúar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem studdu sameiningu svæðisins. Í Árnessýslu var tillaga um sameiningu sveitarfélaga í Ölfusi og Flóa felld af íbúum í öllum sveitarfélögunum. Á Suðurnesjum höfnuðu íbúar Garðs og Sandgerðis að sameinast Reykjanesbæ, sem íbúar þar studdu. Íbúar Vatnsleysustrandar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð en Hafnfirðingar sögðu hins vegar já. Á Snæfellsnesi var sameiningartillaga felld í öllum sveitarfélögum. Í Reykhólahreppi og í fjórum af sjö sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum verður kosið aftur um sameiningartillöguna innan sex vikna. Félagsmálaráðherra segir lagasetningu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum ekki koma til greina í bráð. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé útilokað fyrir sveitarfélögum að sinna sínum skyldum fullkomlega með aðeins 50 íbúa. Ég mun hins vegar ekki flytja tillögu um það að hækka þetta íbúalágmark í sveitarstjórnarlögunum í kjölfar kosninga sem þessara.Vilji fólksins í landinu liggur fyrir og það er dómurinn." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Ef tekið er mið af landinu öllu voru 56 prósent kjósenda andvíg sameningu og fjörtíu og fjögur prósent voru fylgjandi. Niðurstaðan er í rauninni ekki flókin; Sameining var felld um allt land - nema hér - á Mið-Austurlandi, þar sem íbúar Austurbyggðar, Fjarðarbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps samþykktu sameiningu. Samkvæmt þessum niðurstöðum eru það 57 sveitarfélög sem sameinast ekki, af 61. Á kjörskrá voru tæplega 70 þúsund manns og nýttu liðlega 22 þúsund manns atkvæðisrétt sinn sem þýðir að kjörsókn var 32 prósent. Félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði. "Okkar hlutverk var að bera þessar tillögur fram og kynna málið í samvinnu við sveitarstjórnarmenn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Að því hafa komið fulltrúar flestra flokka, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. Ég vil ekki segja að þetta séu vonbrigði, í sumum tilfellum kemur niðurstaðan á óvart en þetta er hins vegar vilji þeirra sem þátt tóku og við að sjálfsögðu unum við það." Í stóru sveitarfélögunum var niðurstaðan afgerandi. Akureyringar felldu stórsameiningu Eyjafjarðarsvæðisins og vekur það nokkra athygli. Það voru aðeins íbúar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem studdu sameiningu svæðisins. Í Árnessýslu var tillaga um sameiningu sveitarfélaga í Ölfusi og Flóa felld af íbúum í öllum sveitarfélögunum. Á Suðurnesjum höfnuðu íbúar Garðs og Sandgerðis að sameinast Reykjanesbæ, sem íbúar þar studdu. Íbúar Vatnsleysustrandar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð en Hafnfirðingar sögðu hins vegar já. Á Snæfellsnesi var sameiningartillaga felld í öllum sveitarfélögum. Í Reykhólahreppi og í fjórum af sjö sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum verður kosið aftur um sameiningartillöguna innan sex vikna. Félagsmálaráðherra segir lagasetningu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum ekki koma til greina í bráð. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé útilokað fyrir sveitarfélögum að sinna sínum skyldum fullkomlega með aðeins 50 íbúa. Ég mun hins vegar ekki flytja tillögu um það að hækka þetta íbúalágmark í sveitarstjórnarlögunum í kjölfar kosninga sem þessara.Vilji fólksins í landinu liggur fyrir og það er dómurinn."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira