Fimmtán tillögur af sextán felldar 9. október 2005 00:01 Ef tekið er mið af landinu öllu voru 56 prósent kjósenda andvíg sameningu og fjörtíu og fjögur prósent voru fylgjandi. Niðurstaðan er í rauninni ekki flókin; Sameining var felld um allt land - nema hér - á Mið-Austurlandi, þar sem íbúar Austurbyggðar, Fjarðarbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps samþykktu sameiningu. Samkvæmt þessum niðurstöðum eru það 57 sveitarfélög sem sameinast ekki, af 61. Á kjörskrá voru tæplega 70 þúsund manns og nýttu liðlega 22 þúsund manns atkvæðisrétt sinn sem þýðir að kjörsókn var 32 prósent. Félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði. "Okkar hlutverk var að bera þessar tillögur fram og kynna málið í samvinnu við sveitarstjórnarmenn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Að því hafa komið fulltrúar flestra flokka, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. Ég vil ekki segja að þetta séu vonbrigði, í sumum tilfellum kemur niðurstaðan á óvart en þetta er hins vegar vilji þeirra sem þátt tóku og við að sjálfsögðu unum við það." Í stóru sveitarfélögunum var niðurstaðan afgerandi. Akureyringar felldu stórsameiningu Eyjafjarðarsvæðisins og vekur það nokkra athygli. Það voru aðeins íbúar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem studdu sameiningu svæðisins. Í Árnessýslu var tillaga um sameiningu sveitarfélaga í Ölfusi og Flóa felld af íbúum í öllum sveitarfélögunum. Á Suðurnesjum höfnuðu íbúar Garðs og Sandgerðis að sameinast Reykjanesbæ, sem íbúar þar studdu. Íbúar Vatnsleysustrandar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð en Hafnfirðingar sögðu hins vegar já. Á Snæfellsnesi var sameiningartillaga felld í öllum sveitarfélögum. Í Reykhólahreppi og í fjórum af sjö sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum verður kosið aftur um sameiningartillöguna innan sex vikna. Félagsmálaráðherra segir lagasetningu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum ekki koma til greina í bráð. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé útilokað fyrir sveitarfélögum að sinna sínum skyldum fullkomlega með aðeins 50 íbúa. Ég mun hins vegar ekki flytja tillögu um það að hækka þetta íbúalágmark í sveitarstjórnarlögunum í kjölfar kosninga sem þessara.Vilji fólksins í landinu liggur fyrir og það er dómurinn." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ef tekið er mið af landinu öllu voru 56 prósent kjósenda andvíg sameningu og fjörtíu og fjögur prósent voru fylgjandi. Niðurstaðan er í rauninni ekki flókin; Sameining var felld um allt land - nema hér - á Mið-Austurlandi, þar sem íbúar Austurbyggðar, Fjarðarbyggðar, Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps samþykktu sameiningu. Samkvæmt þessum niðurstöðum eru það 57 sveitarfélög sem sameinast ekki, af 61. Á kjörskrá voru tæplega 70 þúsund manns og nýttu liðlega 22 þúsund manns atkvæðisrétt sinn sem þýðir að kjörsókn var 32 prósent. Félagsmálaráðherra segir niðurstöðuna ekki vera vonbrigði. "Okkar hlutverk var að bera þessar tillögur fram og kynna málið í samvinnu við sveitarstjórnarmenn," segir Árni Magnússon félagsmálaráðherra. "Að því hafa komið fulltrúar flestra flokka, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi. Ég vil ekki segja að þetta séu vonbrigði, í sumum tilfellum kemur niðurstaðan á óvart en þetta er hins vegar vilji þeirra sem þátt tóku og við að sjálfsögðu unum við það." Í stóru sveitarfélögunum var niðurstaðan afgerandi. Akureyringar felldu stórsameiningu Eyjafjarðarsvæðisins og vekur það nokkra athygli. Það voru aðeins íbúar Ólafsfjarðar og Siglufjarðar sem studdu sameiningu svæðisins. Í Árnessýslu var tillaga um sameiningu sveitarfélaga í Ölfusi og Flóa felld af íbúum í öllum sveitarfélögunum. Á Suðurnesjum höfnuðu íbúar Garðs og Sandgerðis að sameinast Reykjanesbæ, sem íbúar þar studdu. Íbúar Vatnsleysustrandar höfnuðu sameiningu við Hafnarfjörð en Hafnfirðingar sögðu hins vegar já. Á Snæfellsnesi var sameiningartillaga felld í öllum sveitarfélögum. Í Reykhólahreppi og í fjórum af sjö sveitarfélögum í Þingeyjarsýslum verður kosið aftur um sameiningartillöguna innan sex vikna. Félagsmálaráðherra segir lagasetningu um lágmarksíbúafjölda í sveitarfélögum ekki koma til greina í bráð. "Ég er þeirrar skoðunar að það sé útilokað fyrir sveitarfélögum að sinna sínum skyldum fullkomlega með aðeins 50 íbúa. Ég mun hins vegar ekki flytja tillögu um það að hækka þetta íbúalágmark í sveitarstjórnarlögunum í kjölfar kosninga sem þessara.Vilji fólksins í landinu liggur fyrir og það er dómurinn."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira