Innlent

Eldur hjá KFC

Töluvert tjón varð á veitingastaðnum Kentucky Fried Chicken í Faxafeni í nótt þegar eldur kom upp við djúpsteikingapott í eldhúsi og var allt tiltækt slökkvilið sent á vettvang. Rúður á vesturhlið hússins voru farnar að brotna þegar slökkvilið kom á staðinn klukkan rúmlega þrjú í nótt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en tjónið er umtalsvert.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×