Innlent

Svipting ferðafrelsis ómannúðleg

Það ætti að koma til álita að hefta ferðafrelsi þeirra sem leita eftir hæli hér á landi sem flóttamenn, þar sem það færist í vöxt að glæpamenn misnoti kerfið og gangi lausir hér á landi meðan hælisumsókn er afgreidd. Þetta sagði fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli í fréttum okkar í vikunni. Atli Viðar Thorsteinsson, verkefnisstjóri hjá Rauða krossi Íslands, er á annarri skoðun. "Við hjá Rauða krossinum höfum ákveðnar áhyggjur af þessu. Okkur finnst ekki sanngjarnt að allir þeir sem leita hér hælis séu sviptir ferðafrelsi vegna þess aðeinhverjir einstaklingar kunni að hafa misnotað flóttamannasamninginn og það kerfi sem hann hefur upp á að bjóða. Þetta er fólk sem hefur flúið heimaland sitt og kosið að koma til Íslands, leita hér hælis. Getur verið fólk sem hefur verið ofsótt og þurft að þola margt slæmt á sinni lífsleið. Okkur þætti það ekki mjög mannúðlegt að þetta fólk yrði svo svipt ferðafrelsi hér á landi."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×