Innlent

1,3 milljónir söfnuðust

1,3 milljónir króna söfnuðust á vel heppnuðum styrktartónleikum sem voru haldnir fyrir strætóbílstjórann Björn Hafsteinsson sem missti báða fætur í alvarlegu bílslysi í lok ágúst. Á meðal þeirra sem komu fram á tónleikunum var Lögreglukórinn, Strætókórinn, Stefán Stefánsson, tenór, Ragnar Bjarnason, Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður, Jónsi í Í svörtum fötum, Árni Johnsen, André Bachmann, söngvari, Kalli Bjarni og hljómsveitirnar Nylon og Tilþrif. Kynnar kvöldins voru Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri, og Edda Andrésdóttir, fréttamaður. Dansarar frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru tóku á móti gestum. Umboðsskrifsstofan Gigg stóð fyrir tónleikunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×