Innlent

Gúmmíbátur vélarvana

Lítill gúmmíbátur með tveimur mönnum um borð varð vélarvana um þrjá kílómetra suðvestur af Gróttu upp úr klukkan eitt í gær. Kallað var á björgunarsveit Seltjarnarness, Ársæl, til að koma og sækja mennina. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var engin hætta á ferðum, enda veður ákaflega gott. Gengu björgunaraðgerirnar því fljótt fyrir sig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×