Innlent

Ölvaður og keyrði glannalega

Lögreglumenn stöðvuðu ökumann eftir að hann tók fram úr bíl á Reykjanesbraut á miklum hraða og glannalegan hátt. Þegar lögreglumenn fóru að tala við ökumanninn kom í ljós að hann keyrði ekki aðeins hratt og glannalega heldur var hann einnig ölvaður. Þetta var ekki eini ökumaðurinn sem lögreglumenn í Reykjanesbæ þurftu að hafa afskipti af. Einn var stöðvaður á 124 kílómetra hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. Annar mældist svo á 73 kílómetra hraða á Njarðarbraut þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund. Eitt umferðaróhapp varð á Selfossi. Einum bíl var ekið aftan á annan og skemmdist sá aftari nokkuð mikið. Engin meiðsl urðu hins vegar á fólki. Minniháttar meiðsl urðu hins vegar á fólki sem lenti í bílveltu í Garðabæ í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×