Innlent

Meiri pening þarf í fæðingarorlof

Sex milljarðarnir sem ætlaðir voru til að greiða foreldrum laun í fæðingarorlofi þetta árið duga ekki til. Farið er fram á 350 milljóna króna aukafjárveitingu í frumvarpi til fjáraukalaga og byggir sú beiðni á endurskoðaðri útgjaldaáætlun Fæðingarorlofssjóðs. Þegar fjárheimildir sjóðsins voru ákveðnar við fjárlagagerð síðasta haust voru þær ákveðnar eitthundrað og fimmtíu milljónum krónum lægri að raunvirði en árið áður. Þá var talið að útgjöld sjóðsins drægjust saman vegna þaks sem var sett á greiðslur til einstakra foreldra í fæðingarorlofi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×