Innlent

Eldur í Smáralind í nótt

Eldur kom upp í plastdrasli við veitingastað Pizza Hut í Smáralind laust fyrir klukkan tvö í nótt. Öryggisverðir urðu varir við eldinn og náðu að slökkva hann áður en slökkvilið kom á staðinn. Einhverjar smávægilegar skemmdir urðu af völdum reyks en ekki þurfti að reykræsta staðinn sérstaklega þar sem loftræstikerfið í Smáralind réð fullvel við það. Eldsupptök eru ekki fullljós en útilokað er talið að um íkveikju hafi verið að ræða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×