Innlent

Sameiningarkosningar í dag

Þriðjungi kosningabærra manna í landinu gefst færi á að kjósa um sameiningu sveitarfélaga í dag. Kosið er um 16 sameiningartillögur í 61 sveitarfélagi í öllum landshlutum. Kosið er meðal annars um að gera Eyjafjarðarsvæðið að einu sveitarfélagi, Árnessýslu að tveimur, um sameiningu Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandar og um sameiningu allra sveitarfélaga á Snæfellsnesi. Um 70 þúsund manns eru á kjörskrá, flestir í Hafnarfirði eða rúmlega fimmtán þúsund manns en fæstir eru í Mjóafjarðarhreppi, þar sem aðeins 38 manns eru á kjörskrá, en kosið er um stóra sameiningu á Mið-Austurlandi. Verði sameiningar samþykktar fækkar sveitarfélögum á landinu úr 92 í 47.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×