Innlent

Kökudropaþjófur á Siglufirði

Bíræfinn innbrotsþjófur fór inn í fjórar íbúðir á Siglurfiði í nótt og gerði bæði rúmrusk og hafði á brott með sér ýmsan varning. Íbúðirnar voru allar ólæstar eins og Siglfirðinga er siður en í einni íbúðinni var hann hrakinn á brott af hundi og í annrri af fatlaðri konu sem gat gefið góða lýsingu á manninum og var hann fljótlega handtekinn. Í þeirri íbúð tókst honum að næla sér í allmikið magn af kökudropum sem íbúðareigendur höfðu nýflutt heim til sín úr verslunarhúsnæði sínu.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×