Innlent

VÍS sýknað

Konan lenti í bílslysi þegar hún ók inn í hrossahóp sem hafði fælst við flugeldasýningu á þrettándanum árið 2003, og önnur bifreið ók síðan aftan á bifreið hennar. Hún slasaðist töluvert við áreksturinn, og hefur síðan verið úrskurðuð 60 prósenta öryrki en 40 prósent þegar kemur að heimilisstörfum. Dómurinn úrskurðaði að bótakrafa konunnar væri hæfileg 3.982.430 krónur, en þar sem VÍS hefur þegar greitt konunni 4.381.121 krónu, þá þarf tryggingafélagið ekki að greiða henni neitt. Dómurinn sagði ekki til um hvort konan þarf að endurgreiða VÍS.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×