Innlent

Verðlaunaður fyrir hermennsku

Ísfirðingurinn Hjalti Ragnarsson fékk nýverið, ásamt félögum sínum í „Bataljong kompani" danska hersins, sérstaka heiðursorðu fyrir að vera í bestu og harðsnúnustu herdeild sem komið hefur til Kosovo. Hjalti hefur búið í Kaupmannahöfn frá sex ára aldri. Hann hefur sinnt herþjónustu í danska hernum og meðal annars verið konunglegur lífvörður Margrétar Danadrottningar við Amalienborg. Hjalti lærði bæði serbnesku og albönsku á meðan hann var í Kosovo og hefur danski herinn boðið honum samning til tveggja ára sérnáms. Bæjarins besta á Ísafirði greindi frá þessu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×