Erlingur hættur að þjálfa 30. september 2005 00:01 "Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn. Aðstoðarmaður hans, Kristinn Guðmundsson, tekur við sem aðalþjálfari en þeir hafa unnið náið saman og því verða engar breytingar á leikskipulagi eða æfingum liðsins. ÍBV missti nánast allt byrjunarlið sitt frá síðustu leiktíð þegar Eyjamenn léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka en þurftu að lúta í parket. ÍBV var spáð lélegu gengi í vetur. Eyjamenn töpuðu tveimur fyrstum leikjunum á leiktíðinni afar illa gegn HK og ÍR en sigruðu Víking/Fjölni í síðustu umferð. Eini leikmaðurinn sem eftir er úr byrjunarliði síðasta vetrar, línumaðurinn Svavar Vignisson, hefur hins vegar verið meiddur og ekkert spilað og þar sem Kári Kristjánsson fór í Hauka hefur ÍBV verið í vandræðum með þessa stöðu. Erlingur lék á línunni á sínum tíma með ÍBV og reyndar nokkra leiki á síðustu leiktíð, aðallega í vörninni. Hann ákvað að taka fram skóna og vildi fyrst og fremst einbeita sér að því en láta Kristin sjá um þjálfunina."Við gerum þetta allt markvissara með þessum hætti og allir hafa sitt hlutverk á hreinu. Ég mun aðallega spila í vörninni til að byrja með og fikra mig áfram í sóknarleiknum. Ég lagði þetta fyrst til fyrir mánuði síðan að gera þetta svona þegar ég sá hvert stefndi. En við ákváðum að sjá aðeins til en þar sem Svavar hefur ekkert verið með í fyrstu leikjunum var kýlt á þetta núna," segir Erlingur. ÍBV fékk fjóra nýja útlenda leikmenn fyrir leiktíðina en þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Erlingur segir að þeir séu allir að koma til og ekki standi til að segja upp samningum við þá. "Það tekur því ekki að fá nýja útlendinga því þá þyrftum við að byrja allt upp á nýtt auk þess sem þetta kostar sitt. Við erum með algjörlega nýtt lið og reyndar er spurning hvort við getum dregið fleiri gamlar kempur á flot en mig," sagði Erlingur og átti þar m.a. við Björgvin Rúnarsson. Næsti leikur ÍBV er gegn Leikni í bikarnum á morgun. Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira
"Ég er ekki að hoppa frá skútunni heldur þvert á móti að berjast enn frekar fyrir merki ÍBV með því að láta til mín taka inni á vellinum í stað þess að standa á hliðarlínunni," sagði Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við Fréttablaðið en hann hefur ákveðið að hætta sem þjálfari Eyjaliðsins en snúa sér að því að spila með liðinu í staðinn. Aðstoðarmaður hans, Kristinn Guðmundsson, tekur við sem aðalþjálfari en þeir hafa unnið náið saman og því verða engar breytingar á leikskipulagi eða æfingum liðsins. ÍBV missti nánast allt byrjunarlið sitt frá síðustu leiktíð þegar Eyjamenn léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn við Hauka en þurftu að lúta í parket. ÍBV var spáð lélegu gengi í vetur. Eyjamenn töpuðu tveimur fyrstum leikjunum á leiktíðinni afar illa gegn HK og ÍR en sigruðu Víking/Fjölni í síðustu umferð. Eini leikmaðurinn sem eftir er úr byrjunarliði síðasta vetrar, línumaðurinn Svavar Vignisson, hefur hins vegar verið meiddur og ekkert spilað og þar sem Kári Kristjánsson fór í Hauka hefur ÍBV verið í vandræðum með þessa stöðu. Erlingur lék á línunni á sínum tíma með ÍBV og reyndar nokkra leiki á síðustu leiktíð, aðallega í vörninni. Hann ákvað að taka fram skóna og vildi fyrst og fremst einbeita sér að því en láta Kristin sjá um þjálfunina."Við gerum þetta allt markvissara með þessum hætti og allir hafa sitt hlutverk á hreinu. Ég mun aðallega spila í vörninni til að byrja með og fikra mig áfram í sóknarleiknum. Ég lagði þetta fyrst til fyrir mánuði síðan að gera þetta svona þegar ég sá hvert stefndi. En við ákváðum að sjá aðeins til en þar sem Svavar hefur ekkert verið með í fyrstu leikjunum var kýlt á þetta núna," segir Erlingur. ÍBV fékk fjóra nýja útlenda leikmenn fyrir leiktíðina en þeir hafa ekki staðið undir væntingum. Erlingur segir að þeir séu allir að koma til og ekki standi til að segja upp samningum við þá. "Það tekur því ekki að fá nýja útlendinga því þá þyrftum við að byrja allt upp á nýtt auk þess sem þetta kostar sitt. Við erum með algjörlega nýtt lið og reyndar er spurning hvort við getum dregið fleiri gamlar kempur á flot en mig," sagði Erlingur og átti þar m.a. við Björgvin Rúnarsson. Næsti leikur ÍBV er gegn Leikni í bikarnum á morgun.
Íslenski handboltinn Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Real Madrid - Valencia | Toppliðið gegn leðurblökum í fallbaráttu Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Valur - KR | Reykjavíkurstórveldin á góðu skriði KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Tók ekki upp boltann og bjargaði mögulega tímabili liðsins Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Sjá meira